VIG framleiðir vandaðar þvottasnúrur fyrir íslenskar aðstæður sem er val við þær snúrur sem til þessa hafa verið mest áberandi í verslunum á Íslandi en fátt er leiðinlegra en að vera búinn að kaupa og setja upp eitthvað sem veldur vonbrigðum og er ónýtt eftir einn al íslenskan storm.   VIG Þvottasnúrunar eru þannig uppbyggðar að allar snúrurnar eru samsíða og snúningurinn tryggir að það blæs alltaf rétt í þvottinn, einnig er hægt að stoppa snúninginn sem getur verið til þæginda þegar verið er að hengja þvottinn upp. Snúrunar eru hannaðar þannig að það fer mjög lítið fyrir þeim þegar þær eru ósamsettar sem gerir þær auðveldar í flutning. VIG afhendir Þvottasnúrurnar með öllum boltum, snúru, smurefni og undirstöðu í jörðina.