VIG hóf fljótlega framleiðslu á suðulömum en þær getur fólk keypt i öllum bestu verslunum landsins. VIG suðulamirnar henta vel þeim sem eru að smíða hlið, kerru eða ditta að hesthúsinu sínu o.fl. en hafa ekki aðstöðu til að smíða sér vandaðar lamir. VIG suðulamirnar eru smyrjanlegar og með hæfilegri rýmd sem tryggir lipurð og endingu.
Lamirnar eru framleiddar í fjórum stærðum.
  • 17mm
  • 25mm
  • 32mm
  • 40mm