VIG hefur frá upphafi framleitt vönduð hlið fyrir sumarhúsaeigendur o.fl. en stofnandi VIG sá á ferðum sínum um sveitir landsins mörg illa gerð hlið að annars glæsilegum vinjum fólks úr þéttbýlinu.
Þá var tekin sú ákvörðun að hanna og smíða vönduð og stílhrein hlið sem myndu endast lengi í íslensku veðurfari og vernda fyrir óprúttnum aðilum.