Loading...
Krafthlið2021-07-29T09:19:34+00:00

VIG hefur frá upphafi framleitt vönduð hlið fyrir sumarhúsaeigendur o.fl. en stofnandi VIG sá á ferðum sínum um sveitir landsins mörg illa gerð hlið að annars glæsilegum vinjum fólks úr þéttbýlinu.

Þá var tekin sú ákvörðun að hanna og smíða vönduð og stílhrein hlið sem myndu endast lengi í íslensku veðurfari og vernda fyrir óprúttnum aðilum.

  • Hliðin sem VIG framleiðir eru alíslensk framleiðsla.

  • Þau hafa verið framleidd um árabil við góðan orðstír.

  • Allir hlutar hliðanna eru heitgalvanhúðaðir sem tryggir hámarks endingu.

  • Lamir hliðanna eru smyrjanlegar og afar vandaðar, einnig framleiddar af VIG.
  • Staurar hliðanna eru tengdir saman undir yfirborði jarðar með öflugum stálstöngum sem hindra að hliðin aflagist.

  • Hliðunum er hægt að læsa en læst VIG hlið er falleg innbrotsvörn.
  • VIG hliðin eru þannig hönnuð að ekki er hægt að lyfta grindunum uppaf hjörunum nema hliðið sé opið.

Go to Top