VIG framleiðir afar vandaða stiga yfir girðingar. Eins og allir vita er ekkert grín að komast óskaddaður yfir búfjárgirðingar, ekki síst fyrir börn. Kraft girðingastiginn frá okkur er hannaður með öryggi og þægindi í huga. Hann er afgreiddur þannig að við samsetningu þarf ekki annað en tvo 13mm lykla, og hamar. Stiginn er hannaður með það fyrir augum að hann sé þægilegur og öruggur, jafnt fyrir smáfólkið sem þá sem eldri eru. Til að gera hann enn betri fyrir börn er auka handlisti í handriðunum sem er í heppilegri hæð fyrir börn sem á annað borð geta gengið stiga. Stiginn er þannig hannaður að þegar hann er ósamsettur er hann mjög fyrirferðalítill og kemst í flesta fjölskyldubíla þrátt fyrir að vera mjög sterkur og endingargóður.