Vélsmiðja Ingvars Guðna hóf starfsemi snemma árs 2000 á Vatnsenda í Flóa en Vatnsendi er 16 km. austan við Selfoss. VIG hefur frá upphafi lagt áherslu á þjónustu við bændur, verktaka og í raun alla þá sem þurfa að láta smíða hvaðeina úr málmum.
Grunnurinn að VIG var í raun lagður með framleiðslu á vönduðum hliðum fyrir sumarhúsaeigendur en framleiðslan á hliðunum hófst sumarið 1998 í smáum stíl og hefur haldist allar götur síðan. Það hefur verið stefna VIG frá upphafi að leysa nánast hvaða verk sem viðskiptavinurinn óskar. VIG er afskaplega vel tækjum búin vélsmiðja en til að geta leyst flókin og fjölbreytt verkefni þarf bæði þekkingu, góðan vilja og góð verkfæri. Fljótlega hóf VIG framleiðslu á suðulömum sem eru seldar í öllum betri verslunum landsins, þar má nefna GA smíðajárn, Fossberg, Poulsen, Húsasmiðjuna og marga fleiri. Skömmu síðar fór VIG að framleiða festingar fyrir þakrennur sem hafa sannað sig við íslenskar aðstæður.
Það hefur aldrei verið sérstakt markmið hjá VIG að vera stór smiðja heldur fyrst og fremst að skila góðri vinnu.  Hvort heldur er í grófum viðgerðum á úrsérgengnum vélavögnum eða gera við mun fíngerðari hluti eins og hrærivélaþeytara.  Einnig smíðum við hina ýmsu hluti úr fægðu ryðfríu stáli. Það gildir einu, við leysum málin.