VIG hefur lengi fengist við að smíða kerrur, bæði fjölnota kerrur fyrir t.d. húsasmiði og einnig kerrur til sérhæfðra verkefna svo sem kapalvagna fyrir þung kefli t.d. fyrir háspennukapla eða þá kerrur sem eru nánast eins byggðar upp og vörubílspallur fyrir sérstaklega mikið álag.